Lögmannsþjónusta og ráðgjöf
Dr. Jur. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hdl. MALD
+354 691 8534 / herdis@herdis.is

Raoul Wallenberg verðlaunFyrstu verðlaun Evrópuráðsins (Council of Europe) kennd við Raoul Wallenberg verða veitt í Strassborg föstudaginn, 17. janúar. Verðlaunahafinn er Elmas Arus, rúmensk kvikmyndagerðarkona. Hlýtur hún verðlaunin í viðurkenningarskyni fyrir að hafa vakið athygli að aðstæðum Roma-fólks í Tyrklandi og víðar. Á árunum 2001 til 2010 hefur hún unnið ásamt sjálfboðaliðum að þessu verkefni og haft mikil áhrif á stefnumótun stjórnvalda í Tyrklandi til að rétta hlut Roma-fólksins.