Lögmannsþjónusta og ráðgjöf
Dr. Jur. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hdl. MALD
+354 691 8534 / herdis@herdis.is

Ný skýrsla Evrópuráðs: Hriktir í stoðum lýðræðis, réttarríkis og mannréttinda . .

Ný skýrsla Evrópuráðs: Hriktir í stoðum lýðræðis, réttarríkis og mannréttinda . .

kiev riotsÍ nýrri skýrslu á vegum Evrópuráðs er lýst yfir mikilum áhyggjum af stöðu mannréttinda, réttarríkis og lýðræðis í aðildarríkjum Evrópuráðsins, sem eru alls 47 talsins.  Í aðfararorðum skýrslunnar segir Thorbjörn Jagland, aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins, að staðan hafi ekki verið eins ógnvekjandi í marga áratugi – hvað varðar grunngildi samfélagssáttmála þessara ríkja. Bent er á að alvarleg mannréttindabrot megi rekja til víðtækrar spillingar, til þess að menn eru ekki sóttir til saka, refsileysis, mansals, aukinna fordóma, ofsókna og mismununar. Efnhagskrísan og vaxandi ójöfnuður eru álitin veruleg ógn við grunnstoðir lýðræðisríkja,  sem vilja teljast réttarríki þar sem mannréttindi eru virt.

Hér er skýrslan.

 

Helga Björnsson – hönnuður á heimsmælikvarða

Helga Björnsson – hönnuður á heimsmælikvarða

HelgaMá til með að vekja athygli á hönnun Helgu Björnsson vegna hönnunar-mars. Hún var lengi hönnuður fyrir hátískuhús Louis Féraud í París . Þá hefur hún hannað búninga fyrir Þjóðleikhúsið og fékk nýlega grímuna fyrir frábæra búninga í Íslandsklukkunni. Helga er hönnuður á heimsmælikvarða og hefur nú hannað “collection” fyrir Eggert feldskera. Hér er nýlegt myndband um Helgu.

louis feraud

eggert

Önnur konan í rúm 60 ár

Önnur konan í rúm 60 ár

Anne Brasseur nýr forseti PACEÞingkonan, Anne Brasseur frá Luxembourg hefur verið kjörin forseti þingmannasamkundu Evrópuráðsins í Strasbourg.  Hún er kjörin til eins árs í senn og er önnur konan til að vera kjörin forseti þingsins frá 1949. Hún tekur við af Jean-Claude Mignon sem er í hópi 25 karla sem hafa verið forsetar þingsins. Í gær voru liðin 69 ár frá því að útrýmingarbúðum nasista í Auswitz var lokað og minntist Brasseur þess í þakkarræðu sinni eftir úrslit lágu fyrir. Öll 47 ríki Evrópuráðsins eiga fulltrúa á þingmannasamkundunni í Strassborg. Hér má sjá fulltrúa Íslands á þingmannasamkundu Evrópuráðsins í Strassbourg (skammstafað PACE) en fyrir hópnum fer Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokks.

Fyrstu Raoul-Wallenberg verðlaunin veitt

Fyrstu Raoul-Wallenberg verðlaunin veitt

Raoul Wallenberg verðlaunFyrstu verðlaun Evrópuráðsins (Council of Europe) kennd við Raoul Wallenberg verða veitt í Strassborg föstudaginn, 17. janúar. Verðlaunahafinn er Elmas Arus, rúmensk kvikmyndagerðarkona. Hlýtur hún verðlaunin í viðurkenningarskyni fyrir að hafa vakið athygli að aðstæðum Roma-fólks í Tyrklandi og víðar. Á árunum 2001 til 2010 hefur hún unnið ásamt sjálfboðaliðum að þessu verkefni og haft mikil áhrif á stefnumótun stjórnvalda í Tyrklandi til að rétta hlut Roma-fólksins.

Meiðyrðamál – lögmaður gagnrýndi dómara – vísað til yfirdeildar MDE

Meiðyrðamál – lögmaður gagnrýndi dómara – vísað til yfirdeildar MDE

oliver moriceNefnd fimm dómara yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) ákvað að  vísa dómi  til yfirdeildar dómstólsins en dómur hennar skal vera endanlegur. Þetta var eina málið sem nefndin féllst á að vísa til yfirdeildarinnar af tuttugu, á fundi sínum 9. desember s.l.

Málið Morice gegn Frakklandi snýst um sakfellingu lögmannsins, Oliver Morice, sem ákærður var fyrir ærumeiðingar vegna ummæla sinna í grein í blaðinu Le Monde í garð dómara sem voru að rannsaka lát dómarans, Bernhard Borrel. Lík Borrel fannst í nálægð við borgina Djibouti árið 1995 og var það að hluta til brunnið. Lögreglurannsókn leiddi til þess að litið var á dauða dómarans sem sjálfsmorð. Hann hefði sjálfur borið eld að líkama sínum. Ekkja hans, Elisabet Borrel, vefengdi niðurstöðuna og taldi að hann hefði verið myrtur. Málið var opnað aftur og dómarar hófu að rannsaka málið á nýjan leik. Lögmaður ekkjunnar vefengdi hlutleysi rannsóknardómaranna í blaðagreininni í Le Monde eftir að áfrýjunardómstóll í París hafði tekið málið úr höndum þeirra, sem höfðu verið skipaðir til að rannsaka málið. Dómararnir kvörtuðu undan meiðyrðum og í  kjölfarið var gefin út ákæra á hendur lögmanninum og hann síðan fundinn sekur um ærumeiðingar.

Lögmaðurinn taldi að  brotið hefði verið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar við meðferð málsins fyrir dómi í Frakklandi, þar sem einn dómaranna hefði þegar lýst yfir stuðningi við dómarann, sem lögmaðurinn gagnrýndi. Hann taldi jafnframt að tjáningarfrelsi sitt hefði verið skert með ólögmætum hætti. Deild Mannréttindadómstóls Evrópu komst einróma að þeirri niðurstöðu í júlí 2013 að réttur lögmannsins til réttlátrar málsmeðferðar hefði verið brotinn en  frönsk stjórnvöld hefðu hins vegar ekki brotið á rétti hans til tjáningar. Ummæli lögmannsins í garð dómaranna í greininni í Le Monde hefðu verið móðgandi og til þess fallin að draga úr tiltrú almennings á dómskerfinu. Frönsk stjórnvöld hefðu því ekki farið á skjön við 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu með því að sakfella lögmanninn fyrir ærumeiðingar.

Ráðherranefnd Evrópuráðs kannar fullnustu dóma

Ráðherranefnd Evrópuráðs kannar fullnustu dóma

hirst v ukFulltrúum 47 aðildarríkja Evrópuráðs hefur verið  falið að kanna fullnustu dóma Mannréttindadómstóls Evrópu 3-4 desember 2013, samkvæmt nýjum fréttum frá Strassborg.

Aðildarríki Evróuráðs hafa skuldbundið sig til að hlíta endanlegum dómi Mannréttindadómstólsins í hverju því máli sem þau eru aðilar að. Endanlegur dómur dómstólsins er fenginn ráðherranefndinni sem hefur umsjón með fullnustu hans. Telji ráðherranefndin að aðildarríki neiti að hlíta endanlegum dómi í máli sem það á aðild að getur hún, eftir að hafa afhenti viðkomandi ríki formlega tilkynningu þar um og með ákvörðun sem er samþykkt með með tveimur þriðju hlutum atkvæða þeirra fulltrúa sem eiga rétt til setu í nefndinni, beint þeirri spurningu til dómstólsins hvort samningsaðilinn hafi brotið gegn skyldum sínum skv. 1. mgr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um að samningsríki verði að tryggja öllum innan sinnar lögsögu þau réttindi sem eru í sáttmálanum.

Þau mál sem eru til skoðunar núna varða Albaníu, Armeníu, Azerbaijan, Belgíu, Bosníu og Hersegóvínu, Búlgaríu, Tékkland, Grikkland, Moldóvu, Noreg, Pólland, Rúmeníu, Rússland, Serbíu, Slóveníu, Spán, Tyrkland, Úkraínu og Bretland. Varðandi Bretland er til dæmis til skoðunar fullnusta dóms í máli Hirst nr. 2 gegn Bretlandi í máli þar sem dómstóllinn kvað fortakslaust bann við því að fangar fái að nýta kosningarétt sinn fara í bága við Mannréttindaáttmála Evrópu.